Fjármál og ársreikningur

Fara neðar

Helstu atriði ársreiknings


Hagnaður (ma. kr.)

18,2

Eiginfjárhlutfall

25,8%

Arðsemi eigin fjár

7,5%

Skoða ársreikninginn (pdf)

Fara neðar

Afkomukynning fyrir árið 2019

Kennitölur 31.12.2019 31.12.2018
Hagnaður eftir skatta 18.235 19.260
Hreinar rekstrartekjur 51.517 53.910
Hreinar vaxtatekjur 39.670 40.814
Arðsemi eigin fjár fyrir skatta 11,3% 12,8%
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 7,5% 8,2%
Eiginfjárhlutfall alls 25,8% 24,9%
Vaxtamunur eigna og skulda 2,4% 2,7%
Kostnaðarhlutfall* 42,6% 45,5%
Heildarlausafjárþekja  161% 158%
Lausafjárþekja erlendra mynta 769% 534%
Heildareignir 1.426.328 1.326.041
Hlutfall útlána til viðskiptamanna af innlánum 161,1% 153,6%
Stöðugildi 893 919

* Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls / (Hreinar rekstrartekjur - virðisbreytingar útlána)
Allar upphæðir eru í milljónum króna

Rekstrarhagnaður Landsbankans eftir skatta nam 18,2 milljörðum króna á árinu 2019 samanborið við 19,3 milljarða króna á árinu 2018. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 7,5% á árinu 2019, samanborið við 8,2% arðsemi árið 2018. Eiginfjárhlutfall bankans nam 25,8% í árslok 2019 samanborið við 24,9% eiginfjárhlutfall í byrjun ársins.

Hagnaður (m. kr.)
Arðsemi eigin fjár
Eiginfjárhlutfall

Vaxtamunur bankans, hlutfall hreinna vaxtatekna af meðalstöðu efnahagsreiknings, lækkaði um 1,1 milljarð króna á milli ára. Á árinu 2019 var vaxtamunurinn 2,4% samanborið við 2,7% árið á undan.

Hreinar þjónustutekjur Landsbankans á árinu eru 8,2 milljarðar króna sem er sama fjárhæð og á árinu 2018. Aðrar rekstrartekjur námu 8,5 milljörðum króna samanborið við 3,6 milljarða árið áður. Hækkunin skýrist aðallega af jákvæðum gangvirðisbreytingum óskráðra hlutabréfa. Kostnaðarhlutfall lækkaði milli ára, er 42,6% árið 2019 samanborið við 45,5% árið 2018.

Efnahagsreikningur

Heildareignir bankans námu 1.426 milljörðum króna í árslok 2019 og hækkuðu þær um 8% á árinu.

Helstu breytingar á eignahlið efnahags Landsbankans á árinu 2019 voru þær að útlán til viðskiptavina jukust um 7,1% á milli ára, eða um 75,7 milljarða króna.  Útlán til fyrirtækja jukust um 21,4 milljarða króna og útlán til einstaklinga jukust um 54,3 milljarða króna. Markaðsskuldabréfaeign bankans hækkaði um 38,2 milljarða króna á árinu. Útlán og kröfur á lánastofnanir lækkuðu um 23,5 milljarða króna á árinu.

Á skuldahlið voru þær breytingar helstar að innlán viðskiptavina jukust um 2,1% á árinu 2019, eða um 14,8 milljarða króna. Innlán frá fjármálafyrirtækjum hækkuðu um 13,5 milljarða króna á árinu. Lántaka bankans hækkaði um 58,8 milljarða króna á árinu, eða 18,7%. 

Landsbankinn gaf út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 5,5 milljarðar króna í desember. Útgáfan er liður í því að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans.

Eigið fé bankans var 247,7 milljarðar króna í lok árs 2019 og hækkaði um 8,1 milljarð króna á árinu en á árinu var greiddur arður að fjárhæð 9,9 milljarðar króna vegna rekstrarársins 2018. Hagnaður bankans nam 18,2 milljörðum króna á árinu 2019

Kostnaðarhlutfall
Heildareignir (m. kr.)
Vaxtamunur (m. kr.)
*Vaxtamunur eigna og skulda
Eignir (m. kr.) 31.12.2019  31.12.2018 Breyting 2019 
Sjóður og innstæður í Seðlabanka 69.824 70.854
-1.030 -1%
Markaðsskuldabréf 115.262 77.058
38.204 50%
Hlutabréf 30.019 23.547
6.472 27%
Útlán og kröfur á lánastofnanir 47.929 71.385
-23.456 -33%
Útlán og kröfur á viðskiptavini 1.140.184 1.064.532
75.652 7%
Aðrar eignir 22.088 17.335
4.753 27%
Eignir í sölumeðferð 1.022 1.330
-308 -23%
Samtals 1.426.328 1.326.041
100.287 8%
Skuldir og eigið fé (m. kr.) 31.12.2019 31.12.2018 Breyting 2019 
Skuldir við lánastofnanir og Seðlabanka 48.062 34.609
13.453 39%
Innlán frá viðskiptavinum 707.813 693.043
14.770 2%
Lántaka 373.168 314.412
58.756 19%
Aðrar skuldir 30.470 31.027
-557 -2%
Víkjandi lántaka 19.081 13.340
5.741 43%
Eigið fé 247.734 239.610
8.124 3%
Samtals 1.426.328 1.326.041
100.287 8%

 

Eigið fé (m. kr.)
* Eiginfjárhlutfall

Lausafjárstaða

Lausafjárstaða bankans bæði í heild og í erlendri mynt var traust á árinu 2019 og lausafjárhlutföll bankans vel umfram kröfur eftirlitsaðila. Lausafjáreignir námu tæpum 204 milljörðum króna í lok árs 2019.

Meginmælikvarði lausafjáráhættu til skamms tíma er lausafjárþekja (e. liquidity coverage ratio (LCR)) sem mælir hlutfall hágæða lausafjáreigna af hreinu heildarútflæði á næstu 30 dögum miðað við álagsaðstæður.

Heildarlausafjárþekja var 161% í lok árs 2019 en Seðlabankinn gerir kröfu um að hlutfallið sé að lágmarki 100%. Lausafjárþekja erlendra mynta var á sama tíma 769% en Seðlabankinn gerir kröfu um að það hlutfall sé að lágmarki 100%. Lausafjárþekja í íslenskum krónum var 61% í lok árs 2019 en frá og með 1. janúar 2020 gerir Seðlabankinn kröfu um að hlutfallið sé að lágmarki 30%.

Heildarlausafjárþekja (LCR)
 
Lágmarkskrafa Seðlabankans = 100%
Lausafjárþekja erlendar myntir (LCR FX)
 
Lágmarkskrafa Seðlabankans = 100%
Lausafjárforði (m. kr.) 31.12.2019* 31.12.2018* Breyting 2019 
Sjóður og innstæður í Seðlabanka 44.235 35.291 8.944 25% 
Markaðsskuldabréf og önnur verðbréf veðhæf hjá Seðlabanka 19.665 9.738
9.927 102% 
Erlend ríkisskuldabréf með 0% áhættuvog 82.320 49.932
32.388 65% 
Hágæða lausafjáreignir 146.220 94.961
51.259  54% 
Útlán og kröfur á fjármálafyrirtæki 57.584 81.211
-23.627 -29% 
Heildarlausafjárforði 203.804 176.172
27.632 16% 

*Lausafjárvirði

 

Þróun lausafjáreigna árið 2019 (m. kr.)

Útlán til viðskiptavina námu 1.140 milljörðum króna í lok árs 2019 samanborið við tæpa 1.065 milljarða króna í byrjun ársins og hækkuðu þau um 75,7 milljarða króna á árinu.

Útlán jukust bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Heildarvanskil fyrirtækja og heimila stóðu í stað á milli ára og voru 0,8% í árslok 2019. Heildareignir bankans hækkuðu um 100,3 milljarða króna á árinu.

Innlán frá viðskiptavinum jukust um 2% á árinu 2019, eða um 14,8 milljarða króna. Skuldir við lánastofnanir og Seðlabanka hækkuðu um 13,5 milljarða króna á árinu.

Eignir
Skuldir og eigið fé
Samsetning innlána (m. kr.)
Eignir til sölu
Skuldir tengdar eignum til sölu

Í júlí 2019 staðfesti S&P Global Ratings óbreytta lánshæfiseinkunn Landsbankans BBB+/A-2 en breytti horfum úr stöðugum í neikvæðar.

Landsbankinn gaf út skuldabréf til þriggja ára að fjárhæð 500 milljónir sænskra króna og 1.000 milljónir norskra króna í febrúar. Skuldabréfin bera breytilega vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 175 punkta álagi ofan á millibankavexti í sænskum og norskum krónum. Í maí gaf bankinn út skuldabréf til átján mánaða að fjárhæð 300 milljónir norskra króna með breytilegum vöxtum sem voru seld á kjörum sem miðast við 83 punkta álag ofan á millibankavexti í norskum krónum. Einnig var áður útgefinn flokkur með átján mánaða líftíma stækkaður um 600 milljónir sænskra króna á kjörum sem jafngilda 85 punkta álagi ofan á millibankavexti í sænskum krónum.

Eftirstöðvar skuldabréfaútgáfu að fjárhæð 350 milljónir sænskra króna og 500 milljónir norskra króna voru greiddar upp á gjalddaga þeirra í júní.

Fyrsta víkjandi skuldabréfaútgáfa bankans í íslenskum krónum var gefin út í desember að fjárhæð 5.5 milljarðar króna og seld á ávöxtunarkröfunni 3,85%. Skuldabréfin eru verðtryggð til tíu ára en innkallanleg að fimm árum liðnum.

Regluleg útboð sértryggðra skuldabréfa voru haldin á árinu 2019 og voru áður útgefnir flokkar stækkaðir auk þess sem óverðtryggði flokkurinn LBANK CB 19 var greiddur upp á gjalddaga í september.

Endurgreiðsluferill lánsfjármögnunar (m. kr.)
Rekstrarreikningur (m. kr.) 2019 2018 Breyting 2019
Hreinar vaxtatekjur 39.670 40.814
-1.144 -2,8%
Virðisbreyting -4.827 1.352
-6.179 -457,0%
Hreinar vaxtatekjur eftir virðisbreytingu 34.843 42.166
-7.323 -17,4%   
Hreinar þjónustutekjur  8.219 8.157
62 0,8%
Gjaldeyrisgengismunur -584 -1.497
913 -61,0%
Aðrar rekstrartekjur 8.455 3.587 4.868 135.7%
Afkoma fyrir rekstrarkostnað 51.517 53.910
-2.393 -4,4%   
Laun og launatengd gjöld 14.458 14.589
-131 -0,9%
Önnur rekstrargjöld 9.534 9.348
186 2,0%
Rekstrarkostnaður 23.992 23.937
55 0,2%
 
     
Hagnaður fyrir skatta  27.525 29.973
-2.448 -8,2%
 
     
Tekju- og bankaskattur -9.290 -10.713
1.423 -13,3%
Hagnaður ársins 18.235 19.260
-1.025 -5,3%

 

Hreinar vaxtatekjur námu 39,7 milljörðum króna á árinu 2019 samanborið við 40,8 milljarða króna árið 2018. Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,4% en var 2,7% árið áður.

Virðisbreytingar útlána og krafna voru neikvæðar um 4,8 milljarða króna samanborið við jákvæða virðisbreytingu upp á 1,4 milljarða króna árið 2018. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans á árinu eru 8,2 milljarðar króna sem er sama fjárhæð og á árinu 2018.

Aðrar rekstrartekjur námu 8,5 milljörðum króna á árinu 2019 samanborið við 3,6 milljarða króna árið 2018, sem er aukning um 136% á milli ára. Hækkunin skýrist aðallega af jákvæðum gangvirðisbreytingum óskráðra hlutabréfa.

Breyting milli 2018 og 2019 (m. kr.)

Rekstrarkostnaður ársins 2019 var 24 milljarðar króna og hækkar um 0,2% frá fyrra ári. Launakostnaður lækkar um 0,9% á milli ára og annar rekstrarkostnaður hækkar um 186 milljónir, eða um 2,0%. Kostnaðarhlutfallið fyrir árið reiknast 42,6%. Kostnaðarhlutfallið sýnir hlutfall rekstrargjalda bankans á móti hreinum rekstrartekjum, að undanskildum virðisbreytingum. Stöðugildum í samstæðu bankans fækkaði um 26 á árinu 2019, úr 919 í 893.

Afkoma 2019 (m. kr.)